Aðalstræti 17, 600 Akureyri
Tilboð
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
5 herb.
163 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1900
Brunabótamat
31.350.000
Fasteignamat
24.800.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600   kaupa@kaupa.is

4ra herbergja parhúsaíbúð í Innbænum á Akureyri sem skiptist í kjallara hæð og ris - samtals 163,4 m² að stærð - LAUS TIL AFHENDINGAR STRAX.


Í kjallara er eitt herbergi/geymsla sem er ekki með fullri lofthæð og þar er plast parket á gólfum.  Einnig er í kjallara þvottahús og geymsla með útgangi í garð til austurs.
Hæðin skiptist í forstofu, eldhús og stofu auk bakdyrainngangs.  Einnig er óinnréttað rými hvar gert er ráð fyrir að komi baðherbergi.  Á gólfum í stofu og eldhúsi eru pússaðar gólffjalir.  Eldhúsinnréttingin er snyrtileg hvít, sprautulökkuð.
Í risi er eitt rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfum og fataskápum.  Einnig er rúmgóð stofa parketi á gólfi.  Innaf stofunni er lítið herbergi/hol og innaf því er baðherbergi með baðkari.  Í risinu eru loftin tekin upp og gamlir burðarbitar hússin fá að njóta sín.

Garðurinn er mjög stór gróðursæll.  Sunnan við húsið er sólpallur, lítill geymsluskúr og stór grasflöt.  Runnar eru allt í kringum lóðina en þeir voru klipptir niður núna í haust.  Bílastæði er austan við húsið með aðkomu frá Duggufjöru.  Lóðin er eignarlóð að stærstum hluta.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.