Munkaþverárstræti 10, 600 Akureyri
59.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
178 m2
59.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1932
Brunabótamat
40.450.000
Fasteignamat
26.150.000

Munkaþverárstræti 10 - Fallegt og mikið endurbyggt einbýli á neðri Brekkunni - stærð 178 m² 
Húsið var mjög mikið endurnýjað á árunum 2006 - 2007. Þá var skipt um raflagnir, neysluvatnslagnir og frárennslislagnir, settur
gólfhiti í húsið, ný gólfefni, skipt um mikið af gleri o.fl. Húsið var á þessum sama tíma viðgert að utan og málað.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti;
Aðalhæð, 65,0 m²:
Forstofa, gangur, eldhús, borðstofa, stofa og sjónvarpsherbergi.
Ris, 48,0 m²: Gangur, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Kjallari, 65,0 m²: Hol, baðherbergi, stórt herbergi og þvottahús/geymsla.

Forstofa: Flísar á gólfi. 
Eldhús: Vönduð dökk bæsuð eikar innrétting og mosaikflísar á hluta veggja. Vönduð frístandandi gaseldavél.
Stofa er með hvíttuðu eikar parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta.
Sjónvarpsherbergi er innaf stofu. Þar er hvíttað eikar parket á gólfi, skápur og gluggar til tveggja átta. 
Borðstofa er með hvíttuðu eikar parketi á gólfi.
Timbur stigi upp í ris og niður í kjallara er með dökku sísalteppi. Á stigapalli niður í kjallara er tvöföld hurð út á verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú í risi og eitt í kjallara. Öll herbergin eru með hvíttuðu eikar parketi á gólfi. 
Baðherbergin eru tvö, eitt í risi og annað í kjallara. Í risi eru flísar á gólfi og hluta veggja, upphengt wc, dökk bæsuð eikar innétting, sturta, handklæðaofn og hurð til norðurs út á svalir. Baðherbergi í kjallara er með flísum á gólfi og hluta veggja, dökk bæsuð eikar innrétting, upphengt wc, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahús/geymsla: Lakkað gólf, vaskur og hurð út á baklóð. 

Annað
- Vandað hvíttað eikarplankaparketi er á stærstum hluta hússins.
- Hiti er í gólfum.
- Hellulagt bílaplan er með norðurhlið hússins. Annað plan er með suður hliðinni, þar er möl.
- Verönd er bæði hellulögð og timbur.
- Einstök eign í grónu hverfi sem vert er að skoða.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.