Gistiheimilið gula villan 8, 600 Akureyri
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
19 herb.
529 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1925
Brunabótamat
104.100.000
Fasteignamat
72.800.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 kaupa@kaupa.is

Rótgróið gistiheimili í rekstri á Akureyri.

Til sölu eru gistiheimilið Gula Villan. Gistiheimilið eru starfræk í tveimur einbýlishúsum miðsvæðis á Akureyri. Auk þess fylgir leigusamningur um þrjár íbúðir Klettastíg yfir sumartímann. Allt innbú og lín fylgir en um er að ræða um 70 rúm. Góð þvottaaðstað í báðum húsunum. Gula Villan hefur verið starfrækt í áraraðir og getið sér gott orð.
 
Brekkugata 8  - Reviews á booking 8,5

Um er að ræða 278,6 m² steypt hús á þremur hæðum í miðbæ Akureyrar. Húsið var byggt árið 1925 og hefur hlotið gott viðhald. Í húsinu eru 9 svefnherbergi, tvö eins manns, þrjú tveggja manna, eitt þriggja manna, eitt fjögurra manna og eitt fimm manna. Sameiginleg baðherbergi eru á öllum hæðum. Sér baðherbergi er með einu herbergi. Gott eldhús er á miðhæð hússins. Í kjallara er þvottahús. Sérinngangur er að austanverðu á jarðhæð.
 
Þingvallastræti 14.
Um er að ræða 251,1 m²  hús byggt árið 1933 á þremur hæðum. Húsið er staðsett við Sundlaug Akureyrar, skammt frá miðbænum. Í húsinu eru 10 herbergi, þrjú tveggja manna herbergi, fjögur þriggja manna og tvö fjögurra manna. Baðherbergi eru á hverri hæð sem og eldunaraðstaða.  Tveir inngangar eru í húsið. Einn að framan og annar að aftanverðu um þvottahús. Gott bílastæði er bakvið húsið.
 
Klettastígur
Klettastígur er í eigu FÉSTA sem sérhæfir sig í útleigu íbúða til háskólanema. Nýr 5 ára leigusamningur. Leigan er yfir sumartímann. Um er að ræða þrjár íbúðir með sérinngangi. Tvö tveggja manna og tvö þriggja manna herbergja eru í íbúðunum, alls 30 manns í gistingu. Í hverri íbúð eru tvö baðherbergi, eldhús og setustofa.
 
Eignirnar geta selst saman eða í sundur.

Frekari upplýsingar 
ingitorfi@kaupa.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.