Steinholt lóð 174411, 641 Húsavík
20.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
136 m2
20.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
34.650.000
Fasteignamat
17.800.000
Áhvílandi
5.628.089

Steinholt, 5 herbergja einbýlishús á einni hæð staðsett á 30.000 m² leigulóð í Reykjahverfi í Norðurþingi - stærð 136,8 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og búr. Geymsluloft er yfir húsinu og er stig uppá það við endann á svefnherbergisgangi. 

Forstofa: Flísar á gólfum.
Eldhús: Hvít sprautulökkuð innrétting með stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél. Flísaplötur eru á milli skápa. Rúmgóður borðkrókur. Ljós dúkur á gólfum. Lítil búr er á gangi fyrir framan eldhús. Þar er dúkur á gólfi og hillur á vegg.
Stofa er björt og rúmgóð. Dúkur á gólfum, upptekið loft og hurð út á verönd/lóð.
Svefnherbergin eru fjögur, öll ágætlega rúmgóð og með dúk á gólfum. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Gert er ráð fyrir tveimur baðherbergjum í húsinu en aðeins annað þeirra hefur verið standsett.
Það er innaf þvottahúsi og er með flísum á gólfum, lítilli innréttingu og sturtu. Stærra baðherbergið sem ekki enn hefur verið standsett er á svefnherbergisgangi og nýtist sem geymsla í dag. Innangengt er úr hjónaherbergi inná þetta baðherbergi.
Þvottahús: Flísar á gólfum. Lítil innrétting og hillur á vegg. Annar tveggja innganga inní húsið er í gegnum þvottahús.         

Annað:
- Húsið er kynnt með hitaveitu.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Húsið stendur á 30.000 m² leigulóð  
- Innihurðar hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Eigandi á nýtt plastparket á gólf í stofu, gang og svefnherbergi og fylgjir það með við sölu eignar.
- Að sögn eiganda er leyfi fyrir bílskúr hliðin á húsinu. 
- Eftir er að klæða uppí þakskyggni.

Reykjahverfi er syðsti hluti sveitarfélagsins Norðurþing og liggur austan Hvammsheiðar og nær frá Skjálfanda suður að Kringluvatni. Það var áður sjálfstæður hreppur en sameinaðist Húsavík 2002 og tilheyrir nú Norðurþingi. Svonefndur Kísilvegur liggur frá þjóðvegi 85 um Reykjahverfi, yfir Hólasand og upp í Mývatnssveit.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.