Vörðugil 4, 603 Akureyri
48.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
134 m2
48.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
39.350.000
Fasteignamat
36.050.000

Vörðugil 4 - Vel skipulögð 4ra herbergja parhúsaíbúð með bílskúr í Giljahverfi - stærð 134,2 m² þar af telur bílskúr 26,5 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.

Forstofa: Ljósar flísar á gólfi og opinn skápur. Hiti er í gólfi.
Eldhús: Ljósar flísar á gólfi og vönduð dökk innrétting með flísum á milli skápa. Uppþvottavél fylgir með við sölu eignar.
Stofa: Dökkt parket á gólfi og hurð til vesturs út á steypta verönd. Loft í eldhúsi og stofu eru tekin upp og með innfelldri lýsingu. 
Hol: Dökkt parket á gólfi og loft eru tekin upp.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með ljósum dúk á gólfi. Stór fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, dökk viðar innrétting, upphengt wc, baðkar, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Hiti er í gólfi. 
Þvottahús: Flísar á gólfi, bekkur með vask, hillur og hurð út á baklóð þar sem eru snúrur.
Bílskúr: Flísar á gólfi og vinnuborð. Innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Geymsluloft er yfir hluta bílskúrs.

Annað
- Steypt verönd er við vesturhlið hússins með timbur skjólveggjum. Steypt stétt er frá verönd og að hurð inn í þvottahús.
- Hiti er í stétt við forstofu.
- Bílaplan er malbikað.
- Stórt opið svæði er norðan við húsið.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Eignin er í einkasölu

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.