Túngata 15, 610 Grenivík
44.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
249 m2
44.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
66.550.000
Fasteignamat
29.300.000

Túngata 15 Grenivík - Mikið endurnýjað 6 herbergja einbýlishús með sambyggðum bílskúr - stærð 249,6 m² en þar af telur bílskúr og geymsla 79,2 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, gang, fimm svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús og bílskúr með geymslu undir.

Forstofa er með flísum á gólfi og gólfhita.
Eldhús: Vönduð hvít sprautulökkuð innrétting með ljósum silestone steini á bekkjum. Vönduð AEG tæki. Flísar á gólfi, gólfhiti og innfelld lýsing í lofti. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými. Þar er hvíttað harðparket á gólfi og gluggar til þriggja átta. Gengið er niður eitt þrep úr borðstofu í stofu. Hurð er úr borðstofu út á rúmgóða timbur verönd.
Svefnherbergin eru fimm, þrjú með hvíttuðu harðparketi á gólfi og tvö með parketi. Fataskápar eru í fjórum herbergjum. Úr hjónaherbergi er hurð út á verönd.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, spónlögð eikar innrétting, upphengt wc, baðkar, sturta og handklæðaofn. Innfelld lýsing er í lofti.
Snyrting er við hliðina á forstofu. Þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er með flísum á gólfi og hvítri innréttingu. Þvottahús nýtist sem annar inngangur inn í húsið. 
Bílskúr er skráður 39,6 m² að stærð. Þar er lakkað gólf, hillur, gönguhurð og rafdrifinn opnari á innkeyrsluhurð. 
Geymsla er undir öllum bílskúrnum og er gengið ofan í hana um lúgu í bílskúrnum.

Annað
- Hiti er í gólfi í eldhúsi, borðstofu, stofu, gangi, forstofu og baðherbergi.
- Innfelld lýsing er í lofti í eldhúsi, borðstofu og á gangi.
- Eignin er í einkasölu.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.