Höllin veitingarhús hafnargata 16, 625 Ólafsfjörður
38.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
3 herb.
520 m2
38.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
94.350.000
Fasteignamat
22.340.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600  [email protected]

Veitingahús á einni hæð við Hafnargötu 16 á Ólafsfirði - samtals 267,8 m²
Fokheldar íbúðir og bílskúr/atvinnuhúsnæði í sama húsi - samtals 253,0 m²

Veitingahúsið

Eignin skiptist í tvo veitingasali, rúmgott eldhús, salerni og starfsmannaaðstöðu auk geymslna og útisvæðis.

Tveir inngangar eru á á framhlið hússins og þar er komið inn á flísalagðar forstofur. Veitingasalirnir eru báðir parketlagðir og geta annars vegar tekið 40 - 50 manns og hins vegar 60 - 70 manns í sæti. Í báðum sölum eru uppsettir barir.  

Eldhúsið er rúmgott og ágætlega útbúið tækjum. Innaf eldhús er kaffistofa og starfsmannaaðstaða.  

Salernin eru þrjú og bakvið húsið er gott steypt útisvæði.  
Geymsla/lager er syðst í húsinu.

Eignin er öll á einni hæð, en annar salurinn gengur inn í áfast hús, sem er á tveimur hæðum. Nýtt þak er yfir veitingahúsahlutanum sem er á einni hæð.

Íbúðir og bílskúr/atvinnuhúsnæði.
Efri hæðin er skráð sem íbúðir og inngangurinn er að framanverðu. Þar er gert ráð fyrir tveimur c.a. 80 m² íbúðum en rýmið er núna að stærstum hluta eitt opið rými, fokhelt að telja. Þessi hluti er samtals skráður 176,3 m². Á jarðhæð er svo 76,7 m² rými sem skráð er sem bílskúr en er notað í dag sem trésmiðaverkstæði. Húsið hefur verið tekið í gegn að utan, en þak er lélegt á þessum hluta.

Eignin býður því upp á fjölmarga möguleika, bæði fyrir áframhaldandi veitingarekstur sem og uppgerð íbúða og/eða útleigu.

Malbikað plan er framan við húsið og öll aðkoma góð.

Eignin getur selst öll í einu eða í eftirfarandi hlutum:
- Einungis rekstur veitingahússins með tilheyrandi fylgifé.
- Veitingahúsið (267 m²) og reksturinn.
- Fokheldu íbúðirnar og bílskúrinn/atvinnuhúsnæðið.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.