Hlíðarvegur 20 103, 580 Siglufjörður
23.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
69 m2
23.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1955
Brunabótamat
14.200.000
Fasteignamat
5.230.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]

Hlíðarvegur 20 Siglufirði - íbúð 103 - stærð 69,0 m² - Eignin er laus til afhendingar fljótlega

Um er að ræða glæsilega 2ja herbergja íbúð á inngangshæð í ný standsettu 15 íbúða fjölbýli með lyftu á Siglufirði.

Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús og stofu í opnu rými, svefnherbergi, og baðherbergi. Gengið er út á svalir úr stofu. 

Innréttingar eru HTH, brúnn Havana. Skápar eru í svefnherbergjum og í forstofu.
AEG eldhústæki og blöndunartæki og vaskur eru frá Tengi.
Á gólfum fyrir utan baðherbergi er harðparket með eikar útliti frá Birgisson.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, innrétting, upphengt wc og sturta. Tæki eru frá Tengi. 
Geymslur eru með öllum íbúðum og skilast málaðar með steingólfi.

Frekari upplýsingar má lesa á heimasíðunni www.gagginn.is  

Annað:

Húsið var teiknað hjá Húsameistara ríkisins undir umsjón Guðjóns Samúelssonar og var formlega tekið í notkun sem skólahús 6. október 1957. Framkvæmdir hófust við húsið árið 2015 og voru gerðar breytingar á innra skipulagi, auk þess sem bætt var við þakkvisti og svölum. Breytingateikningar voru gerðar af Elínu Þorsteinsdóttur innanhússarkitekt og Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar ehf.
Húsið er staðsteypt, alls þrjár hæðir auk rishæðar. 
Íbúðir í húsinu eru 15 talsins:  4 íbúðir á jarðhæð, 5 íbúðir á 1. hæð, 4 íbúðir á 2. hæð og 2 íbúðir í risi.
Inngangar í húsið eru bæði frá Vallargötu á norðurhlið hússins og að ofanverðu frá Hlíðarvegi. 
Sameign í húsinu verður fullfrágengin með dúk á gólfum.  Anddyri hússins er rúmgott og bjart, hátt til lofts og stórir gluggar til vesturs sem setja mikinn svip á húsið.
Húsið verður málað og frágengið að utan sumarið 2016.
Bílastæði eru bæði að neðanverðu við Vallargötu sem og við Hlíðarveg.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.