Melateigur 37, 600 Akureyri
41.000.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
121 m2
41.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2000
Brunabótamat
33.120.000
Fasteignamat
30.100.000

Hvammur Eignamiðlun  466 1600  [email protected] 

Melateigur 37
Einkasala


Til sölu afar snyrtileg og björt þriggja herbergja íbúð ásamt stakstæðum bílskúr. Mögulegt er að útbúa íbúð í bílskúr. 
Heildarstærð er 121,8 m² en þar af er bílskúr 29,1 m². 
Innréttingar og innihurðar í íbúð eru spónlagðar mahony. 

Forstofa er flísalögð. Góður fataskápur í forstofu. 
Þvottahús er innaf forstofu, flísar á gólfi og góð innrétting. 
Geymsla, sem nýtist sem herbergi, er innaf þvottahúsi. Flísar á gólfi. Hurð út á sameiginlegar svalir til norðurs. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Innrétting er hvít. Baðkar með sturtu. Gluggi er á baði. 
Tvö rúmgóð svefnherbergi. Parket á gólfum og góðir fataskápar. 
Stofa er rúmgóð og björt, gluggar í tvær áttir. Parket á gólfi. 
Eldhús er parketlagt. Góð innrétting. Flísar á milli skápa. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgir. Úr eldhúsi er gengið út á flísalagðar suður svalir. Innbyggð glerrennihurð milli stofu og eldhúss. 
Bílskúr er mjög snyrtilegur og var áður notaður sem íbúð. Rafknúinn hurðaopnari. Gönguhurð á stafni skúrsins. Flísar á gólfi. Snyrting með sturtu. Borðplata með vask og eldavél. Gott milliloft. Gluggi á bílskúr. 

Annað:
- Góð staðsetning
- Tvennar svalir
- Ný gluggatjöld eru fyrir gluggum
- Stutt í framhaldsskóla
- Eignin er staðsett í botnlanga

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.