Austurbrú 2-4 204, 600 Akureyri
44.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
66 m2
44.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2017
Brunabótamat
39.360.000
Fasteignamat
21.100.000

Austurbrú 2 íbúð 204

Falleg og björt 2ja herbergja horníbúð á 2. hæð í lyftuhúsi og með bílageymslu í miðbæ Akureyrar - 66,6 m²


Íbúðin skiptist í forstofu/gang, eitt svefnherbergi eldhús og stofu í einu alrými, þvottahús auk geymslu í kjallara og stæðis í bílageymslu.

Á gólfum íbúðarinnar er dökkt harðparket nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar eru flísar.

Inngangur af svölum á suðurhlíð hússins.  Forstofan er með góðum spónlögðum hnotu fataskáp.
Í eldhúsi er tvílit innrétting, spónlögð hnota og hvítir sprautulakkaðir efri skápar.
Stofan og eldhúsið eru í sama opna rýminu og þaðan er útgangur á svalir til norðurs með útsýni út á Polllinn.  
Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum við sturtu.  Hvít sprautulökkuð innrétting og handklæðaofn.
Svefnherbergið er með spónlögðum hnotuskápum.
Geymsla er í kjallara.

Íbúðin er fullbúin vönduðum húsbúnaði sem getur fylgt með við sölu eignarinnar.

Annað
- Eignin er laus til afhendingar strax.
- Ljósleiðari 
- Innréttingar eru sérsmíðaðar.
- Quartz bekkplötur eru bæði í eldhúsi og á baðherbergi.
- Sameiginlegur garður er ofan á bílageymslu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.