Ásvegur 29, 600 Akureyri
63.000.000 Kr.
Hæð/ Hæð og ris
7 herb.
281 m2
63.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
65.720.000
Fasteignamat
41.900.000

Hvammur Eignamiðlun  466 1600

Rómgóð og skemmtileg hæð í virðulegu húsið við Ásveg 29 á Akureyri - samtals 281,7 m² og þar af telur bílskúrinn 40 m²


Íbúðin skiptist í hæð og ris ásamt hluta í kjallara auk bílskúrs.  Húsið er virðulegt og er næst ysta húsið að austan verðu í Ásveginum.  Mikið útsýni er frá húsinu í allar áttir enda stendur það hátt á ásnum.
Húsið skiptist með eftirfarandi hætti:
Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, salerni og eitt herbergi.  Risið skiptist í gang, fjögur svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi.  Af stigapalli/gangi er farið upp á rúmgott geymsluloft.  Í kjallara er geymsla og þvottahús með útgangi til norðurs.

Forstofur eru tvær.  Aðalinngangur er að vestanverðu og að honum er farið upp nokkrar tröppur að stigapalli.  Bakdyrainngangur er á norðurhlið hússins frá bílastæði.   Á aðalforstofu eru nýlegar flísar og vandaðir upprunlegir skápar, annars vegar skóskápur og hins vegar fataskápur.
Eldhúsið er með upprunalegri en mjög snyrtilega uppgerðri innréttingu.
Borðstofa er við hliðina á eldhúsi og þar er parket á gólfi.  Úr borðstofu er útgangur á svalir/verönd til suðurs og þaðan eru steyptar tröppur niður í garð.  Rennihurð er á milli borðstofu og stofu.
Stofan er við hliðina á borðstofunni og þar er einnig parket á gólfi.  Stórir gluggar eru á stofunni bæði til vesturs og norðurs.
Hol er á miðri hæðinni og úr því er bæði farið upp á efri hæð sem og niður í kjallara.
Herbergi eru fimm talsins í húsinu.  Herbergið á hæðinni er í dag notað sem sjónvarpsherbergi og hefur upphaflega verið hugsað sem skrifstofa eða bókaherbergi.  Þar er parket á gólfum.
Á efri hæð/risi eru svo fjögur herbergi og í þeim öllum eru skápar og dúkar á gólfum.  Fataherbergi er innaf einu herbergjanna en einnig er gengt inn í það frá gangi/stigapalli.
Baðherbergi er á efri hæð og þar er sturta.  Á neðri hæð innaf forstofu er salerni sem hefur verið endurnýjað.
Þvottahús er í kjallara og þar er ágætt innrétting.  Útgangur er þaðan til norðurs út á bílaplan.
Geymslupláss er ágætt í húsinu.  Í kjallara er geymslupláss auk þess sem gott geymsluloft er með ágætu aðgengi af svefnherbergisgangi.  
Bílskúrinn er snyrtilegur, stakstæður norðan og vestan við húsið og fyrir framan hann er stórt steypt bílaplan.  Ekkert vatn er í bílskúrnum, en þar er rafmagn og nýlega var skipt um þak á skúrnum og það einangrað sem og útveggir.  Gönguhurð er á skúrnum á suðurhlið.

Svalir eru á húsinu til suðurs út frá svefnherbergisgangi.

Garðurinn er snyrtilegur, gróinn og gróðursæll í óskiptri sameign með íbúð í kjallara.
Staðsetning hússins er einstaklega skemmtileg, nyrst í Ásveginum hvar stutt er út á klappirnar.  Göngustígur er við hliðina á húsinu niður í Byggðaveginn annars vegar og Þórunnarstrætið hins vegar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.