Aðalgata 24, 580 Siglufjörður
18.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
5 herb.
234 m2
18.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
89.750.000
Fasteignamat
16.995.000

Hvammur Eignamiðlun  466-1600  [email protected] 

Skrifstofuhúsnæði á neðri hæð að Aðalgötu 24 á Siglufirði, sem stendur á horni Aðalgötu og Grundargötu - samtals 234,7 m²

Um er að ræða húsnæði sem í dag hýsir afgreiðslu Íslandspósts á Siglufirði. 
Eignin skiptist í forstofu, afgreiðslu eða móttöku hvar m.a. eru tveir hljóðeinangraðir símaklefar frá fyrri tíð. Afgreiðsluborð skiptir rýminu en jafnframt er bakrými rúmgott sem vinnurými.  Einnig eru flokkunarými, tvær skrifstofur, kaffistofur, geymslur og önnur rými á hæðinni.  Þrír inngangar eru í eignina.  Aðalinngangurinn er að framanverðu frá Grundargötunni, annar sér-inngangur er á bahlið hússins / austurhlið og þar er ræstikompa og salerni, og svo sameiginlegur inngangur á norðurhlið með efri hæð og þar er einnig salerni og ræstikompa.  Lóðin undir húsinu er 604 m² í óskiptri sameign.

Á gólfum eignarinnar eru flísar og dúkaflísar og innréttingar flestar orðnar gamlar.  Húsið þarfnast orðið nokkurs viðhalds og víða eru ummerki um raka í útveggjum og því er áhugasömum bent á að skoða eignina vel.

Eignin er vel staðsett rétt við Miðbæinn á Siglufirði og gæti hentað fyrir ýmsa starfsemi.  Auðvelt er að nýta það sem verslunar- og eða skrifstofuhúsnæði en einnig væri hægt að breyta því í íbúðarhúsnæði, en nú þegar er ein íbúð í húsinu.
Góð aðkoma er að húsinu og góð bílastæði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.