Beykilundur 11, 600 Akureyri
56.200.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
169 m2
56.200.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
51.520.000
Fasteignamat
43.450.000

Beykilundur 11 - Vel skipulagt 5 herbergja einbýlishús með stakstæðum bílskúr við rólega botnlangagötu á Brekkunni - stærð 169,7 m² þar af telur bílskúr 28,0 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.


Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur.

Forstofa:  Flísar á gólfi.
Eldhús: Upprunaleg plastlögð innrétting með flísum á milli skápa og parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Parket á gólfi og hurð út til vesturs á timbur verönd.
Stofa: Nokkur þrep eru úr sjónvarpsholi niður í stofu. Þar er parket á gólfi, gluggar til tveggja átta og loft er tekið upp.
Svefnherbergin voru áður fjögur en búið er að opna á milli og sameina tvö í eitt. Ljóst plastparket er á gólfi í öllum herbergjum og fataskápar í tveimur.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og þiljur á veggjum. Svört innrétting, wc, sturta og opnanlegur gluggi.
Þvottahús: Lakkað gólf, bekkur með stálvask og hurð út á bílaplan. 
Geymslurnar eru tvær, önnur innaf þvottahúsi, með lökkuðu gólfi, hillum og opnanlegum glugga og hin er til hliðar úr forstofu. Þar eru lagnir til að setja upp snyrtingu.

Bílskúr er stakstæður, skráður 28,0 m² að stærð og stendur austan megin við húsið. Þar er lakkað gólf, upprunaleg innkeyrsluhurð og gönguhurð. Bílskúrinn er kynntur með rafmagni og í honum er kalt vatn.
Fyrir framan er stórt steypt bílaplan

Annað
- Upphaflega átti húsið að vera stærra og eru steyptir sökklar til suðurs í framhaldi af herbergisálmu.
- Gróin og falleg lóð 
- Eignin er að mestu í upprunalegu ástandi.
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.