Árskógur , 621 Dalvík
33.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
185 m2
33.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
52.700.000
Fasteignamat
27.300.000

Árskógur, 5 herbergja einbýlishús með tvöföldum bílskúr á 1.122 m² leigulóð. Heildar stærð eignar er 185,8 m² þar af telur bílskúr 56,0 m² 
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.


Eignin skiptist í forstofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, eldhús, stofu og þvottahús. 
Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús: Vínyl parket á gólfi og hvít innrétting með flísum á milli skápa. Opið er á milli eldhúss og stofu. 
Stofa: Vínyl parket á gólfi og loft eru tekin upp.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með vínyl parketi á gólfi. Fataskápur er í hjónaherberginu.
Baðherbergi: Dúkur á gólfi, nýleg innrétting, sturta með nýlegum tækjum. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Lítil snyrting er innaf þvottahúsi. Þar er lakkað gólf.
Þvottahús: Lakkað gólf, nýlegt hornbaðkar og hurð út á baklóð.
Bílskúr er skráður 56,0 m² að stærð, með tveimur innkeyrsluhurðum og einni gönguhurð. Geymsluloft. Eftir er að klæða upp í loft að hluta. 

Annað:
- Nýlegt vínyl parket er á öllum gólfum að votrýmum og einu barnaherbergi undanskildu.
- Búið er að endurnýja hluta af gleri og opnanleg fög.
- Hellulög stétt er heim að húsi og með norður og að þvottahúsinngangi á austurhlið.
- Stórt malbikað bílaplan.
-  Lóð er afgirt 
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.