Núpasíða 8e , 603 Akureyri
41.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
114 m2
41.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
40.800.000
Fasteignamat
31.550.000

Núpasíða 8e - Vel skipulögð 4ra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð í Síðuhverfi - stærð 114,8 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.

Forstofa: Flísar á gólfi.
Eldhús: Nýleg dökk og hvít innrétting með flísum á milli skápa og gráar flísar á gólfi. Stæði er fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Stofa og hol eru með ljósum flísum á gólfi. Í stofu eru loft tekin upp og hurð út til vesturs á timbur verönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með hvíttuðu harðparketi á gólfi. Stór fataskápur er í hjónaherberginu. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvít innrétting, upphengt wc, baðkar, sturta og vifta.
Þvottahús: Flísar á gólfi, bekkur með stálvask, opnanlegur gluggi og hurð út.
Geymsla: Flísar á gólfi, hillur og lúga upp á geymsluloft. Geymslan er inn af þvottahúsi og er rennihurð á milli.

Annað
- Timbur verönd er á baklóðinni.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla.
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.