Túngata 14, 640 Húsavík
28.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
5 herb.
151 m2
28.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1906
Brunabótamat
33.250.000
Fasteignamat
23.050.000

Virkilega huggulegt 4-5 herbergja einbýlishús sem skiptist í hæð, stóra sólstofu, ris og kjallara. Alls 151,6 m² á Túngötu 14, Húsavík.
 
Að framan er stór, steypt stimpluð stétt sem snýr til suðurs. Þar er skjólsælt og tilvalið að njóta sólarinnar með fjölskyldunni. Þar er einnig fallegt útsýni yfir Kinnarfjöll og Húsavíkurfjall.
Lóð er, gróin með fjölærum plöntum og trjám.
 
Húsið er í grónu hverfi þar sem fjarlægð til skóla og leikskóla er um 200 metrar. 30 km hámarkshraði er í götunni. Stutt er í alla þjónustu.
 
Tveir inngangar eru að framan/til suðurs. Aðalinngangur og inngangur niðri i kjallara. Við hlið kjallarahurðar er góð lokuð geymsla fyrir garðsláttuvél og fleira. Neðri inngangur og geymsla framan við hús falla inn í timburklæðningu á húsinu/eru ekki sýnileg. 
Málað og borið á við sumarið 2017.
 
Endurbætur: Húsið var mikið endurnýjað upp úr aldarmótum. Upptalning hér að neðan:
*Búið er að einangra og klæða húsið að utan.
*Búið er að endurnýja glugga og gler. 
*Drenað hefur verið með húsinu. 
*Endurnýjað þak, þakjárn og þakkantur hefur verið endurnýjað. 
*Steypt og stimpluð stétt við suður hlið hússins fyrir framan aðalinngang. 
*Sólstofa byggð 27 m².
*Skipt um innréttingar og gólfefni, annað hvort parket eða flísalögð.

 
Inn um aðalinngang er gengið inn í notalega rúmgóða flísalagða forstofu. Þaðan liggja hæð, ris og kjallari.
Hæð 74,1 m²: Á móti inngangi liggur nokkuð rúmgóð parketlögð stofa, þar sem opið er á milli eldhúss og stofu. Í eldhúsi er snyrtileg og vönduð viðarinnrétting með miklu skápa og bekkjaplássi. 
Úr stofu er gengið niður í sólstofu sem snýr til vesturs í átt að Kinnarfjöllum. Þaðan er mikið og fagurt útsýni. Sólstofan var byggð árið 2003 og er skráð 27 m² að stærð. Þar er gólfhiti í stimpluðu gólfinu. Gert er ráð fyrir heitum potti með tilheyrandi lögnum. Opnanleg fög og stór rennihurð eru í stofunni, þaðan er hægt að ganga út á lóð.
Hæð og sólfstofa eru samanlagt rúmlega 100 m².
 
Í risi 30,4 m² eru gangur, þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og í kringum baðkar sem er með rennihurð og sturtutækjum. Baðinnréttingin er ljósviðarinnrétting. Stór gluggi er á baðherbergi ásamt innbyggðum fataskápi.
Svefnherbergin þrjú eru öll með parketi á gólfi og fallegum gluggum. 
 
Úr forstofu er innangegnt niður í kjallara sem er samtals 47,1 m². Hann skiptist niður í þurrkaðstöðu, þvottaaðstöðu, geymslur og opið rými.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.