Þingvallastræti 36, 600 Akureyri
15.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
120 m2
15.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1949
Brunabótamat
26.750.000
Fasteignamat
17.000.000

Þingvallstræti 36 - 5 herbergja einbýlishús á einni hæð á Brekkunni - stærð 120,0 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Geymsluskúr er á baklóð.

Eignin er í mjög slæmu ástandi og þarfnast mikilla endurnbóta bæði að utan sem innan. 

Að utan er kominn tími á múrviðgerðir og málningu.
Gluggar eru gamlir.
Þak er gamalt og lekur.
Allar innréttingar og öll gólfefni eru ónýtt. Raki er í innveggjum.
Gólfhalli er í húsinu.
Ástand raf-, vatns- og fráveitulagna er óþekkt.
Lóð er í órækt.

Væntanlegum kaupendum er kunngert að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum og leggur seljandi því ríka áherslu á það við væntanlega kaupendur að gætt verði sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali allan nauðsynlegan aðgang að til þess. 

Seljandi
mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.