Stórhóll 21, 640 Húsavík
37.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
5 herb.
147 m2
37.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1986
Brunabótamat
42.620.000
Fasteignamat
36.950.000

Stórhóll 21 Húsavík - Vel skipulögð 5 herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð með bílskúr - stærð 147,9 m² þar af telur bílskúr 26,5 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.

Forstofa er með flísum á gólfi og skáp.
Eldhús: Innrétting er tvílit, hvít sprautulökkuð og spónlögð eik. Flísar eru á milli skápa og korkur á gólfi. Ágætur borðkrókur.
Stofa og hol eru með dökku parketi á gólfi. Úr stofu er hurð út á um 40 m² timbur verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, tvö með plastparketi á gólfi og tvö með dúk. Stór fataskápur er í hjónaherbergi. 
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, hvít innrétting, wc, baðkar og sturta. Nýleg tæki eru í sturtu.
Þvottahús er við hliðina á eldhúsi og nýtist sem annar inngangur í íbúðina. Þar eru flísar á gólfi og vaskur.
Geymsla er innaf þvottahúsi. Þar eru flísar á gólfi og hillur. 
Bílskúr er skráður 26,5 m². Þar er pússað steingólf og hillur. Ný rafdrifinn innkeyrsluhurð með ráphurð verður sett í sumarið 2018.

Annað
- Fyrir framan húsið er hellulögð stétt og bílaplan með hita í, kynnt með affalli af húsi.
- Um 40 m² timbur verönd er á baklóðinni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.