Ægisgata 28, 625 Ólafsfjörður
25.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á pöllum
5 herb.
142 m2
25.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
38.150.000
Fasteignamat
14.550.000

Ægisgata 28 Ólafsfirði - Góð 4-5 herbergja raðhúsaíbúð á pöllum, skráð 142,3 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Jarðhæð:
Forstofa, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
Fyrsti pallur: Hol og hurð út á verönd.
Pallur 2: Eldhús, stofa og borðstofa.
Efsti pallur: Svefnherbergi.

Forstofa og hol eru með flísum á gólfi, tvöföldum fataskáp og opnu hengi. Nýleg útidyrahurð.
Eldhús: Flísar á gólfi og snyrtileg eikar innrétting með flísum á milli skápa. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með gluggum til tveggja átta. Dökkt plast parket er á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú, eitt með plast parketi á gólfi og tvö með harðparketi og spónlögðum eikar fataskápum. Möguleiki er að breyta borðstofu í fjórða svefnherbergið.
Baðherbergi hefur nýlega verið endurnýjað að undanskildri innréttingu sem er um 10 ára. Flísar eru á gólfi og veggjum, spónlögð og sprautulökkuð innrétting, wc, sturta og lagnir fyrir handklæðaofn.
Þvottahús er með ljósu plast parketi á gólfi og opnanlegum glugga.
Geymsla er með lökkuðu gólfi.

Annað
- Á baklóð er stór steypt verönd með steyptum heitum potti og timbur skjólveggjum.
- Nýtt þak var sett á húsið fyrir 15-20 árum.
- Allir gluggar og gler er nýlegt.
- Miðstöðvalagnir voru endurnýjaðar fyrir um 10 árum og frárennslislögn sett í plast.
- Fyrir framan er steypt stétt og malbikað bílaplan með hitalögnum í.
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.