Fagrasíða 11a, 603 Akureyri
47.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
6 herb.
164 m2
47.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1986
Brunabótamat
53.060.000
Fasteignamat
48.250.000

Fagrasíða 11a - Björt og falleg 6 herbergja endaraðhúsaíbúð á vinsælum stað í Síðuhverfi - stærð 164,0 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð, 100 m²: Forstofa, hol, eldhús, stofa, baðherbergi, þvottahús og tvö svefnherbergi.
Efri hæð, 58,0 m²: Sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.


Forstofa er með flísum á gólfi og opnum skáp.
Eldhús: Hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa. AEG helluborð og ofn. Rúmgóð borðstofa. Úr eldhúsi er hurð út á stóra steypta verönd með timbur skjólveggjum. 
Stofa er með harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. 
Sjónvarpshol er með spónaparketi á gólfi og tveimur þakgluggum.
Svefnherbergin eru fjögur, tvö á neðri hæð með harð parketi á gólfi og tvö á efri hæð með plast parketi á gólfi. Fataskápar eru í þremur herbergum. 
Baðherbergin eru tvö, eitt á hvorri hæð. Baðherbergi á neðri hæð hefur nýlega verið endurnýjað, þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting og skápur, upphengt wc, sturta og handklæðaofn. Baðherbergi á efri hæð er með flísum á gólfi og hluta veggja og epoxy efni í sturtubotni. Handlaug, wc og handklæðaofn. 
Þvottahús er með flísum á gólfi og bekk.
Geymsla er með lökkuðu gólfi. 

Fyrir framan húsið er 6 m² timbur geymsluskúr.

Annað
- Gólfhiti er í allari neðri hæðinni.
- Nýlegar hvítar innihurðar eru á neðri hæðinni.
- Nýlegt harðparket er á öllum gólfum á neðri hæð að votrýmum undanskildum, þar eru flísar.
- Hitalagnir eru í hluta af verönd, ótengdar og í hluta af stétt fyrir framan húsið kynnt með affalli af húsi.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.