Laxárlundur 7, 641 Húsavík
18.000.000 Kr.
Sumarhús
2 herb.
37 m2
18.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
18.300.000
Fasteignamat
10.600.000

Hvammur Eignamiðlun  466 1600  [email protected]

Laxárlundur 7 - afar vandaður og vel skipulagt heilsárshús ásamt gestahúsi og geymsluskúr í Laxárlundi í Aðaldalshrauni - Heildarstærð 51,9 m²


Heilsárshús:
Húsið er byggt árið 2015 af Verkmenntaskólanum á Akureyri og flutt á staðinn. Byggingarár er skráð 2017. Húsið er fullfrágengið og einangrað. 
Húsið skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Harðparket, hvíttuð eik, er á gólfum í stofu, eldhúsi og herbergi. Góð Ikea innrétting í eldhúsi. Siemens eldunartæki.
Í svefnherbergi fylgir laus skápur. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og þar er hiti í gólfum. Góð innréttting, spónlögð eik. Vegghengt salerni. Gluggi og vifta er á baði. Sturta með glerskilrúmi. 
Húsið er skráð 37,3 m² að stærð. 

Gestahús:
Er 10 m² að stærð. 
Húsið er einangrað og hitað upp með rafmagni. Parket á gólfi. Panell á veggjum. Rennandi vatn er í húsinu (sumarvatn) en þar er vaskur og lítil innrétting með innbyggðum ísskáp og tveimur eldunarhellum. Framan við húsið er mjög góð og vönduð verönd sem snýr til suðurs. Sambyggð geymsla er við húsið. Rafmagn er í gestahúsi. 

Lóðin:
Lóðin er afar snyrtileg og vel gróin. Stórt bílastæði og heimkeyrsla lögð perlumöl. Gott aðgengi. Þökulagt svæði er á lóðinni. 

Geymsluskúr:
Geymsluskúr er 4,6 m² stærð. 
Óeinangraður geymsluskúr með tvöfaldri hurð fylgir eigninni. 

Annað
- Leigulóð,  2056 m²,  Lóðarleiga 77.000 kr. á ári.
- Heilsársvatn í húsinu og sumarvatn í gestahúsinu.
- Sér rotþró fyrir húsið.
- Rafmagn 3ja fasa frá RARIK. 

 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.