Vesturtangi 13, 580 Siglufjörður
18.500.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
343 m2
18.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1993
Brunabótamat
37.850.000
Fasteignamat
16.000.000

Vesturtangi 13 - 343 m² vélaskemma á 882 m² leigulóð á Siglufirði

Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökklum og klætt með plötum og bárustáli að utan. 
Húsið er samkvæmt teikningum 20,3 metrar að breidd og 13,5 metrar að dýpt. Hæð upp í mæni er skráð 6,8 metrar.

Húsið er óeinangrað og óþétt og má sjá út á nokkrum samskeytum.
Hluti af gólfi er ósteyptur og með möl í
Ein gönguhurð er á vestur hlið hússins og ein stór heimatilbúin innkeyrsluhurð.
Stálvaskur er í suðvestur horni við hliðina á gönguhurð. 
3ja fasa rafmagnstenglar eru í húsinu.
Lítið er um lýsingu í loftum.

Augljós merki eru um þakleka.
Fyrir framan húsið er malbikað bílaplan og með öðrum hliðum er möl.

Eignin þarfnast endurbóta, ekki er vitað um ástanda á raf- og vatnslögnum.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingarskildu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.