Hornbrekkuvegur 13, 625 Ólafsfjörður
29.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
5 herb.
177 m2
29.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
49.950.000
Fasteignamat
19.650.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]

Hornbrekkuvegur 13 Ólafsfirði - 5 herbergja einbýlishús á pöllum, stærð 177,6 m²

Eignin hefur verið þónokkuð endurnýjuð á síðustu árum s.s. einangrað og klætt að utan, nýjir gluggar, nýr dúkur á þak, nýtt baðherbergi o.fl.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti:
Neðri hæð: Þvottahús, hol, snyrting, sauna, tvær geymslur og eitt svefnherbergi.
Efri hæð: Forstofa, hol, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi (voru fjögur ) og baðherbergi.

Forstofa: Flísar á gólfi og opið fatahengi. Ný loftaklæðning og ný útdyrahurð. Forstofa er á palli milli efri og neðri hæðar.
Eldhús: Hvít innrétting með flísum á milli skápa og dúkur á gólfi. Góður borðkrókur. 
Stofa: Ljóst plast parket á gólfi og loft eru tekin upp. Stórir gluggar og ný hurð til suðurs út á steyptar svalir. Flott útsýni. Ný loftaklæðning er í hluta af stofu.
Svefnherbergin eru þrjú en voru áður fimm. Tvö eru á efri hæð og eitt á neðri hæð. Gólfefni á herbergjum eru dúkur og plast parket en engin gólfefni eru í herbergi á neðri hæð.
Baðherbergi hefur nýlega verið endurnýjað. Þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, dökk innrétting, upphengt wc, sturta með innmúruðum tækjum, tengi fyrir handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Lítil snyrting er á neðri hæð, þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og wc. 
Þvottahús er með flísum á gólfi, bekk með vask, opnu hengi og nýlegri hurð út. 
Geymslur: Gott geymslupláss er á neðri hæð hússins.
Sauna er á neðri hæð og fyrir framan hana er sturta. 

Annað:
- Auðvelt er að fjölga svefnherbergjum.
- Gólfhitalagnir eru á gangi á efstapalli og baðherbergi. Lagnir eru í gólfinu til að fara inn í svefnherbergi.

- Húsið er vel staðsett, flott útsýni bæði inn og út fjörðinn.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.