Aðalgata 14, 625 Ólafsfjörður
55.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
0 herb.
792 m2
55.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
5
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
229.750.000
Fasteignamat
46.750.000

Aðalgata 14 er virðulegt steinsteypt hús með háu risþaki í miðbæ Ólafsfjarðar - 792,5 m²

Húsið skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris og í húsinu er lyfta. 
Húsið var byggt árið 1982 fyrir Sparisjóð Ólafsfjarðar sem síðar varð að Arion banka hf.  Húsið er fallegt og nokkuð áberandi í miðbæjarkjarna Ólafsfjarðar og gæti því hentað fyrir margvíslega starfsemi. 
Grunnflötur hverrar hæðar er um 212 m² en birt stærð rishæðar er minni eða rúmir 150 m². Samtals er húsið skráð 792,5 m² og lóðin er 697,6 m²


Nánari lýsing:
Kjallarinn er fyrst og fremst nýttur undir geymslur en þar er einnig hægt að hafa önnur rými, en á kjallaranum eru engir gluggar.  Þar er í dag t.d. tækjarými, geymslur og peningahvelfing með bæði stórri og þykkri stálhurð og rimla lokun þar fyrir innan. Úr einu rýminu er neyðarútgangur út.

Jarðhæðin er sú sem í gegnum tíðina hefur hýst bankaafgreiðsluna og er hún að stærstum hluta eitt opið rými með afgreiðslu, starfsstöðvum, peningahvelfingu og einni lokaðri skrifstofu. Aðalinngangur að þessum hluta er frá götunni, þ.e. á austurhlið hússins en einnig er inngangur á norðurhlið hvar stigagangur hússins er, en þar eru einnig salerni. Rýmið hentar mjög fyrir verslun eða skrifstofur.

2. hæð er skiptist í nokkrar skrifstofur og fundarherbergi, kaffistofu og salerni. Hluti hæðarinnar er í útleigu.

Rishæðin er eitt opið og bjart rými. Parket er á gólfum og margir þakgluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Eitt salerni er á hæðinni og undir súð eru geymslur.

Góð lyfta er í húsinu.

Fasteignamat fyrir árið 2020  47.650.000.-

Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum og leggur seljandi því ríka áherslu á það við væntanlega kaupendur að gætt verði sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali allan nauðsynlegan aðgang að til þess. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.