Þingvallastræti 26 eh , 600 Akureyri
46.300.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
5 herb.
188 m2
46.300.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
52.780.000
Fasteignamat
40.300.000

Þingvallastræti 26 - Mikið endurnýjuð 5 herbergja efri hæð með sér inngangi í tvíbýli og með bílskúr - stærð 188,8 m²
Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Forstofa er með flísum á gólfi og opnum skáp. Stigi upp á hol er úr dökk bæsuðum eikar þrepum.
Eldhús: Dökkar flísar á gólfi hvít sprautulökkuð innrétting með ljósum flísum á milli skápa. 
Borðstofa og stofa eru í opnu rými þar sem eru hvíttað harð parket á gólfi og stórir suður gluggar.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með hvíttuðu harð parketi á gólfi og þrjú með fataskápum.
Gangur er með hvíttuðu harð parketi á gólfi og hurð til suðurs út á steyptar svalir, handrið vantar.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, eikar innrétting og skápur, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum og glervæng, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er með flísum á hluta af gólfi, opnanlegum glugga og hurð út á verönd með timbur skjólveggjum sem er yfir bílskúrum beggja íbúða. Nýlega var sett Aquafin á þak bílskúra.
Bílskúr er skráður 34,0 m² að stærð. Er hann án gólfefna og frauðplast er í lofti. 
Sumarið 2018 voru niðurföll á bílskúrsþaki endurnýjuð og þeim fjölgað. 

Annað 
- Húsið hefur verið múrviðgert og málað á síðustu 2 árum.
- Nýlegt hvíttað harð parket á gólfum og nýlegar hvítar innihurðar.
- Eldhúsinnrétting og baðherbergi var endurnýjað fyrir um 10 árum
- Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta og settir nýir tenglar.
- Gler hefur verið endurnýjað.
- Loft hafa verið einangrun að hluta, loftagrind í herbergisálmu hefur verið endurnýjuð og klætt upp í loft nema í eldhúsi,
- Stórt sameiginlegt bílaplan með möl í.
- Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2020 er kr. 45.700.000.-
- Lóð er óskipt.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.