Hvassaland 10 Nýbygging - Glæsilegt 4ra herbergja heilsárshús rétt ofan Akureyrar - stærð 108,6 m ²
Um er að ræða síðasta óselda húsið í 3ja áfanga.Staðsetning Hálanda er við Hlíðarfjallsveg, u.þ.b. miðja vegu á milli skíðaaðstöðu Akureyringa í Hlíðarfjalli og bæjarins.Húsin afhendast fullbúin með gólfefnum, heitum potti ofl í febrúar 2020Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, geymslu og pottrými.
Innréttingar og skápar: Allar innréttingar og innihurðar eru með harðplast áferð og eru frá TAK innréttingum.
Opnir skápar eru í svefnherbergjum. Harðplast er á borðplötum. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakarofn og keramik helluborð af viðurkenndri gerð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Forstofa er rúmgóð og útbúin snögum.
Baðherbergi: Veggir á baðherbergi eru dúklagðir eða plötuklæddir inn í sturturými upp í 2m hæð, aðrir veggir eru ómeðhöndlaðir. WC eru innbyggt. Sturtugólf er einhalla og aðskilið með a.m.k. 90 cm glerhurðum. Innréttingar samkv. teikningum.
Pottrými: Heitur pottur er í sérstöku pottrými. Veggir eru dúklagðir eða plötuklæddir að hluta. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall
Þvottahús: Í þvottahúsi er innrétting og gert ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Þar er vegghengt wc og lítil innrétting með handlaug.
Geymsla: Í geymslu eru inntök húss og loftskiptibúnaður. Gólf er flísalagt.
Sólpallar og stéttar: Sólpallur er steyptur og skjólveggir eru úr forsteyptum einingum. Stétt er steypt. Snjóbræðslulagnir eru í pöllum og stéttum. Snjóbræðslu er stýrt í gegnum lokað kerfi í inntaksrými.
Lóð er jöfnuð og í hana sáð grasfræi. Stígur frá bílastæði að inngangsstétt er malarborinn.
Bílastæði: Við húsið eru tvö malbikuð bílastæði, alls um 35 m².
Útveggir: Eru einangraðir að utan með 100mm steinullareinangrun og klæddir með sléttri plötuklæðningu með viðaráferð og afhendist húsið með ómeðhöndluðum veggjum (natur-áferð).
Innveggir: Milliveggir í húsinu eru allir úr gegnheilum timbureiningum með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð).
Loft: Loft eru með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð) nema loft í forstofu og baðherbergi, þau eru plötuklædd.
Gólf: Gólf eru steypt og flísalögð. Gólfhiti er í öllum rýmum.
Gluggar og hurðir: Gluggar og hurðir verði ýmist ál-timbur, timbur eða álkerfi.
Loftræsing: Loftræstisamstæða með varmaendurvinnslu er í húsinu og er hún staðsett í útigeymslu. Útsog er tekið á fimm stöðum; á snyrtingu, geymslu, þvottahúsi, eldhúsi og pottarými. Innloftsstútar eru í alrými og svefnherbergjum.
Þak: Þakplata er úr gegnheilum 16cm timbureiningum. Þakhalli er þannig að þakið hallar horn í horn með hæsta punkt yfir stofu en lægsta yfir geymslu. Ofan á þakplötu er bræddur pappi, svo 180mm harðpressuð steinullareinangrun og loks tvö lög af þakpappa af viðurkenndri gerð.
Rafmagn: Raflagnir eru fullfrágengnar, ljósakúplar eru á baðherbergjum, geymslu og í pottrými.
Önnur ljós fylgja ekki. Útiljós við inngang er frágengið. Uppsettur reykskynjari er í hverju svefnherbergi og í alrými.
Annað- Myndir eru úr sýningarhúsi
- Möguleiki er að koma fyrir kamínu í húsinu.
- Kaupendur greiða skipulagsgjald þegar það leggst á, 0,3% af brunabótamati.
- Afhendingartími er áætlaður nóvember - desember 2019
Byggingaraðili: SS Byggir ehf