Snægil 11 íbúð 102 , 603 Akureyri
34.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjórbýli
3 herb.
90 m2
34.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1998
Brunabótamat
31.745.000
Fasteignamat
31.850.000

Snægil 11 - Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Giljahverfi - stærð 90,0 m²
Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. 

Forstofa er með flísum á gólfi, þreföldum skáp og skúffueiningu.
Eldhús er með flísum á gólfi og spónlagðri mahony innréttingu með flísum á milli skápa. Ísskápur er innfelldur og fylgir með við sölu auk uppþvottavélar. Helluborð er nýlegt.
Stofa og gangur eru með dökku parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd, um 28 m² með timbur skjólveggjum. 
Svefnherbergin eru tvö, bæði með dökku parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri sprautulakkaðri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er á milli forstofu og geymslu. Þar eru flísar á gólfi, bekkur með vask og hillur.
Geymsla er með dökku parketi á gólfi, hillum og opnanlegum glugga.

Annað
- Sameiginlegt geymsluloft er yfir íbúðum efri hæðar og er fellistigi upp á það.
- Góð hellulögð verönd 
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.