Ásvegur 23, 600 Akureyri
79.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
331 m2
79.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
87.440.000
Fasteignamat
69.900.000

Ásvegur 23 á Akureyri

Fallegt einbýli með 5 svefnherbergjum, tvær hæðir og kjallari auk bílskúrs við Ásveg á Akureyri - samtals 331,5 m² að stærð og þarf af telur bílskúrinn 33,0 m²

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:


Jarðhæð skiptist í forstofu, hol, salerni, stofu, borðstofur, eldhús, þvottahús og geymslur
Efri hæð skiptist í hol, fimm svefnherbergi og baðherbergi.  
Kjallari skiptist í geymslur, vinnurými og baðstofurými með rúmgóðu gufubaði og sturtu. 

Forstofa er með flísum á gólfi.
Hol innan við forstofu er með flísum á gólfi og þar eru góðir sérsmíðaðir skápar.
Stofa og borðstofa er í rúmgóðu og björtu rými með parketi á gólfi.  Úr borðstofu er útgangur á steypta verönd til suð-vesturs.
Eldhúsið er með parketi á gólfi og þar er eikar og hvít innrétting með eldunareyju.
Baðherbergi er á efri hæð og salerni er á neðri hæð.  Baðherbergið er með bæði baðkari og sturtu, innréttingu og þvottalúgu.  Marmari er á gólfum og hluta veggja auk þess sem marmari er á innréttingunni.  Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.  Á salerni neðri hæðar eru flísar á gólfi.
Svefnherbergin eru fimm og eru öll á efri hæðinni.  Parket er á gólfum þeirra allra og skápar í þremur þeirra.  Úr einu herbergjanna er útgangur á svalir til suð-vesturs.
Steyptur stigi er á milli hæða og á honum er kókosteppi sem og á holi efri hæðar.  Í stigauppgöngunni og stór gluggi til austurs sem hleypir góðri birtu inn í rýmið.
Þvottahús er við bakdyrainngang og þar eru flísar á gólfi og ljós innrétting.  Snúrustaurar eru vestan við húsið á baklóð.
Geymslupláss í íbúðinni er gott.  Á hæðinni er búrgeymsla og geymsluskápar og í kjallara er mikið geymslupláss.
Gufubað er í kjallara og þar er jafnframt góð sturta og flísalagt aðstöðurými við gufuna.  Ágætt vinnu- eða hobbýrými er í kjallara.
Bílskúrinn er með góðri lofthæð, gólf eru máluð og gluggar eru til vesturs.  Geymsluloft/hilla er yfir skúrnum að hluta.

Garðurinn er snyrtilegur og gróinn.  Steypt bílaplan er fyrir framan bílskúr og steypt stétt norðan við skúrinn og að bakdyrainngangi.

Annað
- Húsið var málað að utan árið 2016
- Skipt var um gler í gluggum árið 2014
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur
- Skriðkjallari er undir húsinu að hluta
- Vegleg og vel staðsett eign

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.