Tungusíða 3, 603 Akureyri
60.800.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
169 m2
60.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
59.300.000
Fasteignamat
49.750.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]


Til sölu vel hannað og snyrtilegt einnar hæðar einbýlishús á rólegum stað í Síðuhverfi. Eigninni fylgir tvöfaldur stakstæður bílskúr. Heildar stærð eignarinnar er 169,6 m² en þar af er bílskúr 54,8 m²


Forstofa er flísalögð. Fatahengi er í forstofu. 
Þvottahús var nýlega endurnýjað. Vandaðar flísar á gólfi og spónlögð stór innrétting. Stór handklæðaofn á vegg og hiti í gólfi . Bakdyrainngangur er um þvottahús.
Í eldhúsi er plastparket á gólfi. Innrétting hvít/beyki. Flísar á milli skápa. 
Búr er innaf eldhúsi. Hillur á veggjum. 
Borðstofa er lögð plastparketi, þaðan er gengið út á sólpall til suðvestur. 
Sjónvarpshol er með plastparketi á gólfi. 
Barnaherbergi eru tvö og bæði nokkuð rúmgóð. Plastparket á gólfum.
Hjónaherbergi er með nýjum fataskáp. Plastparket á gólfi. 
Baðherbergi var algjörlega endurnýjað í vetur. Vandaðar flísar í hólf og gólf. Hiti í gólfi. Hvít sprautulökkuð innrétting. Vegghengt wc. Sturta er hlaðin og með innbyggðum vönduðum blöndunartækjum af gerðinni Vola. 

Lóð er gróin og barnvæn. Ágætur viðarsólpallur er á suður hlið hússins. Tréhús á lóð fylgir. 

Bílskúr er sem áður segir tvöfaldur eða xx m² að stærð. Búið er að útbúa lítið geymsluloft yfir hluta af bílskúr. 
Rafmagnopnari er á annarri innkeyrsluhurð. Helmingur gólfsins er flísalagður og hinn helmingur lakkaður.


Framan við húsið er stórt malbikað bílastæði.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.