Lyngholt 1 neðri hæð , 603 Akureyri
31.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
101 m2
31.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1959
Brunabótamat
34.550.000
Fasteignamat
27.350.000

Lyngholt 1 - Góð 4ra herbergja neðri hæð í tvíbýli í holtahverfi - stærð 101,3 m²

Eignin skiptist í gang, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 
Tveir sameiginlegir inngangar eru á húsinu og sameiginlegt þvottahús í kjallara.

Aðalinngangur fyrir húsið er á vesturhliðinni. Þar eru flísar á gólfi.  
Gangur við aðalinngang er með parketi á gólfi. 
Eldhús er með spónlagðri eikar innréttingu með flísum á milli skápa og eldunareyju. Flísar eru á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Stæði er í innréttingu fyrir amerískan ísskáp og uppþvottavél. 
Stofa er með parketi á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápar eru í tveimur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, baðkari með sturtutækjum og opnanlegum glugga. 
Sameiginlegur bakinngangur er á austurhlið hússins. Þaðan er gengið niður í kjallara. 
Þvottahús er í kjallara og er í sameign. Þar er lakkað gólf og opnanlegur gluggi. 
Sér geymsla er í kjallara, skráð 6 m² að stærð.

Geymsluskúr á lóð er í séreign neðri hæðar og fylgir með við sölu eignar. 

Annað
- Sér hitaveita og sér rafmagn er fyrir íbúðina. 
- Gler í gluggum hefur verið endurnýjað að stærstum hluta.
- Bílastæði eru við bakinnganginn.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.