Ytri-varðgjá , 601 Akureyri
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1950
Brunabótamat
66.740.000
Fasteignamat
29.820.000

Jörðin Ytri-Varðgjá í Eyjafjarðarsveit - mjög áhugaverð eign með tilliti til staðsetningar og fjölbreyttra nýtingarmöguleika.
 
Jörðin er um 250 ha að stærð og er staðsett beint á móti Akureyri.  Norðurlandamerki jarðarinnar eru jafnframt norður merki Eyjafjarðarsveitar.
Á jörðinni var stundaður búskapur fram til ársins 1995 og á bæjarstæðinu standa enn gömlu útihúsin ásamt íbúðarhúsi.  Ágætur upphitaður braggi stendur á bæjarstæðinu og nýtist sem bílskúr/vélageymsla.

Nokkrar lóðir hafa verið teknar út úr jörðinni við gamla Þjóðveginn en annars er jörðin ein samfella frá fjöru og upp að vatnaskilum Vaðlaheiðar. 
Skv. aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er landinu skipt upp í ýmiss svæði.  Drjúgur hluti lands hefur verið skilgreindur skv. skipulaginu sem íbúðabyggð eða um 17 ha ofan við veg og þar mætti skipuleggja lóðir fyrir t.d. allt að 30 – 40 einbýlishús. 
Neðan við veginn (Veigastaðaveg) eru tún sem skv. skipulaginu eru skilgreind sem landbúnaðarland og hafa þau verið nytjuð.  Á þessu svæðið væri mögulega hægt að fá skipulagi breytt í  dreifðari íbúðabyggð.
Um 20 – 30 ha eru undir skógrækt sem nær frá fjöru og upp að því landi sem telst til landbúnaðarlands.  Í skóginum og skógarjaðrinum við fjöruna eru gönguleiðir og áningarstaðir sem síðustu ár hefur farið vaxandi sem leik og útivistarsvæði. 

Nokkur fjara er í landi Ytri – Varðgjár og er það í raun eina eiginlega fjaran sem tilheyrir Eyjafjarðarsveit.  Bæði er um að ræða fjöruna norðan við Leiruveg norður að sýslumörkum og einnig fjöruna sunnan við Leiruveg og austan við Eyjafjarðarbraut.  Þar varð til tjörn við hina nýju vegi árið 1988 og inn í hana gengur fiskur í gegnum ræsi á Leiruvegi og þar hefur verið vinsælt að veiða.
Fjaran er skv. skipulagi skilgreind sem byggingarland og þar væri hægt að byggja nokkur hús í viðbót við þau hús sem nú þegar hafa risið aðeins sunnar í fjöru Syðri-Varðgjár.  Þar yrði um einstakar lóðir að ræða, í skógarjaðrinum og rétt við fjöruborðið.

Ytri-Varðgjá á einnig stóran hluta í ósum Eyjafjarðarár sem var breytt í friðland vegna einstaks fuglalífs.  Landið þykir fjölbreytt fuglabúsvæði, einkum leirur og flæðilönd með fjölda vel gróinna hólma.   Jörðin á þar m.a. um 13 ha hólma sem enn má nýta til beitar, heyskapar eða útivistar.

Jörðin nær nokkuð út á leirunar til vesturs og skv. landamerkjalýsingu örlítið vestur fyrir Leirubrúnna.
Kaupvangsveitur eru með á leigu út úr jörðinni lóð fyrir vatnsból hvar greidd er leiga árlega auk þess sem jörðin nýtur þeirra hlunninda og borgar ekki fyrir vatnsveitu.
Gamla íbúðarhúsið sem og hluti útihúsa eru tengd við hita- og vatnsveituna á svæðinu og auk þess er kominn ljósleiðari á svæðið.


Frekari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson fasteignasali á skrifstofu, eða í síma 862 1013 og í tölvupósti [email protected] 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.