Aðalstræti 8 - Vel staðsett 5 herbergja efri hæð í tvíbýlishúsi í Innbænum. Húsið er steinsteypt og byggt árið 1929. Heildarstærð hússins er 147,6 m² og skiptist í 72,2 m² hæð, 9 m² stigagang og forstofu, 36 m² ris og loks 30,4 m² kjallara. Engin sameiginleg rými eru innandyra. Húsið stendur á 1298 m² eignarlóð sem nær upp brekku fyrir ofan húsið.
Eignin þarfnast viðhalds innandyra. Hæðin skiptist í hol, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og tvær samliggjandi stofur.
Forstofa er teppalögð og er sérinngangur í húsið.
Í eldhúsi er upprunaleg innrétting sem er farin að láta á sjá. Parket á gólfi og flísar milli skápa.
Svefnherbergi er parketlagt.
Baðherbergi er með dúk á gólfi. Þar er gömul hvít innrétting. Sturtuklefi á baði.
Stofur er tvær samliggjandi og er mögulegt að breyta annarri í svefnherbergi. Parket á gólfum. Úr stofu er gengið út á suður svalir. Nýleg hurð. Nýlega búið að lagfæra gólf á svölum.
Ris skiptist í tvö svefnherbergi. Ris er skráð 36 m² en er í raun stærra þar sem hluti er undir súð.
Parket er á gólfum. Fataskápur er í hjónaherbergi.
Á gangi er rými sem nýtist sem vinnuaðstaða.
Geymslur undir súð.
Kjallari skiptist í kalda geymslu undir stiga og kalda geymslu með glugga og þvottahús.
Gólf kjallara eru steypt.
Inngangur og stigauppganga er sér og er teppi á gólfum.
Skipti á ódýrari og minni eign koma til greina.