Höfðabyggð e02 lundskógi , 641 Húsavík
27.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
58 m2
27.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1995
Brunabótamat
29.450.000
Fasteignamat
21.150.000

Höfðabyggð lóð E02 í Lundskógi - Skemmtilegt 58,0 m² sumarhús á 11.826 m² leigulóð í Lundskógi

Húsið skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. 

Forstofa er með flísum á gólfi, hvítum skáp og hengi.
Eldhús er með parketi á gólfi og spónlagðri eikar innréttingu með stæði fyrir ísskáp og uppþvottvél. Loft er tekið upp og skemmtilegur gluggi til suðurs. Hurð er úr eldhúsi út á verönd. 
Stofa er með parketi á gólfi og hurð út á verönd. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi. Kojur eru í barnaherbergjunum og fataskápur í hjónaherberginu.
Baðherbergi er með dúk á gólfi og þiljum á veggjum. Spónlögð eikar innrétting, upphengt wc, handklæðaofn, sturta og opnanlegur gluggi. 
Geymsla er við hliðina á forstofuhurð og er hún óeinangruð.

Annað
- Stór timbur verönd er með suður og vesturhlið hússins. Heitur pottur/skel er á veröndinni.
- Útgengt er á verönd bæði úr stofu og eldhúsi.
- Hvít málaður panill er á veggjum og í loftum.
- Hitaveita er í húsinu 
- Húsið var byggt árið 1995 og var flutt í Lundskóg árið 2019

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.