Hverfisgata 29, 580 Siglufjörður
25.400.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
108 m2
25.400.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1948
Brunabótamat
33.300.000
Fasteignamat
16.700.000

Hverfisgata 29 - Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja efri sér hæð í tvíbýlishúsi á Siglufirði - stærð 108,6 m²
Eigendur skoða skipti á stærri eign


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Gott geymsluloft er yfir íbúðinni. 

Forstofa er með flísum á gólfi, innfelldri loftlýsingu og tvöföldum skáp. 
Eldhús, nýleg hvít og hnotu innrétting með flísum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Innfelld lýsing er í lofti og harð parket á gólfi. 
Stofa er björt, með gluggum til tveggja átta og harð parketi á gólfi. Innfelldl lýsing er í lofti.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með harð parketi á gólfi og góðum fataskápum. Úr hjónaherbergi eru hurð út á suður svalir.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, dökkri innréttingu og skáp, upphengdu wc, handklæðaofni og sturtu. Innfelld lýsing er í lofti.
Þvottahús er til hliðar við eldhús, þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og innfelldur frystir. Innfelld lýsing er í lofti og opnanlegur gluggi. 
Geymsluloft er yfir íbúðinni og er fellistigi upp á það á ganginum. Þar er plast parketi á gólfi, panill í lofti og opnanlegur þakgluggi. 

Annað
- Eignin var mjög mikið endurnýjuð árið 2018,  þá voru útveggir einangraðir og klæddir, innveggir endurreistir, klætt upp í loft, lagðar nýjar raf- og vatnslagnir, nýjir ofnar, ný rafmagnstafla, nýjar innihurðar, gólfefni og innréttingar.
- Þak var endurnýjað árið 2007 og húsið klætt með steni plötum. 
- Búið er að endurnýja gler í öllum gluggum nema á austurhliðinni
- Eignin er í einkasölu
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.