Norðurgata 52 - Góð 3-4ra herbergja neðri hæð með sér inngangi í tvíbýli á Eyrinni á Akureyri - stærð 98,4 m²Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Forstofa er með flísum á gólfi og stórum skáp. Úr forstofu er gengið inn á hol og úr því er gengið inn í öll rými eignarinnar.
Eldhús er með plast parketi á gólfi og hvítri sprautulakkaðri innréttingu.
Stofa er rúmgóð, með plast parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta.
Svefnherbergin eru þrjú í dag en búið er að skipta hjónaherberginu upp í tvö barnaherbergi. Ljóst plast parket er á gólfum í herbergjunum og fataskápar í þeim öllum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu, baðkari með sturtutækjum, handklæðaofni, tengi fyrir þvottavél og hurð út á baklóð. Innfelld lýsing er í lofti.
Geymsla er ekki með fullri lofthæð þar sem hún er að hluta undir stiga er liggur upp á efri hæð. Þar er lakkað gólf, hillur og gluggi.
Annað- Gólfhiti er í allri íbúðinni.
- Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð sem og stór hluti af raflögnum.
- Sér bílastæði fylgir eigninni.