Atvinnuhúsnæði við Ytra-Holt í Svarfaðardal, skammt sunnan Dalvíkur.
Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökkli sem samtals telur 3502,3 m²Húsið skiptist í 6 sali, 3 til norðurs og 3 til suðurs og þvert í gegnum húsið er vinnugangur með aðstöðurýmum fyrir hvern sal. Fjórir salir eru skráðir 526,2 m² og tveir salir eru skráðir 529,2 m². Inni í hvern og einn sal er ein innkeyrsluhurð (2,4 - 3,0m) og þrjár göngu hurðar eru á suður stafni og tvær á norður stafni. Einnig eru gönguhurðar á langhliðum hússins fyrir miðju, inn á ganginn á milli salanna. Úr hverjum sal er jafnframt hægt að fara inn á ganginn í miðjunni og þar eru salerni, starfsmannarými, skrifstofur og lagna- og tæknirými.
Gólfhiti er í öllu húsinu og sér kerfi fyrir hvern sal. Jafnframt er sér rafmagnstafla fyrir hvern sal og því er auðvelt að skipta húsinu upp.
Húsið stendur á 9 ha leigulóð og aðkoma að húsinu er góð, en malbikað er allt í kringum húsið og nokkuð góð plön eru bæði norðan og sunnan við húsið.
Húsið er laust til afhendingar fljótlega.
Eignin býður upp á fjölmarga möguleika og auðvelt er bæði að skipta húsinu upp í minni notkunareiningar auk þess sem hægt er að stækka og sameina salina.