Draupnisgata 3 - Gott atvinnuhúsnæði með tveimur innkeyrsluhurðum í iðnaðarhverfi á Akureyri Eignin er skráð 127,5 m² að grunnfleti auk millilofts. Eignin skiptist í góðan sal, lager, snyrtingu, sturtuherbergi og þvottaherbergi á neðri hæð.
Milliloft skiptist í rúmgóða kaffistofu og skrifstofu.
Innkeyrsluhurðarnar eru um 3,5 metrar á breidd og 3,8 metrar á hæð, gönguhurð er í annarri hurðinni.
Breiddin á bilinu er skv teikningum 8,5 metrar og dýptin 15 metrar.
Steypt gryfja er í öðrum hlutanum og þar er vinnuborð innst.
Járn hringstigi er upp á milliloftið.
Lager, snyrting, sturtuherbergi og þvottaherbergi eru með flísum á gólfi.
Annað- Malbikað bílaplan
- Gott útisvæði.
- Eignin er í einkasölu