Snægil 20 íbúð 202 - Góð 4ra herbergja íbúð á efri hæð með suður svölum í fjórbýli í Giljahverfi - stærð 102,1 m²Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Forstofa er með flísum á gólfi, þreföldum skáp og skúffueiningu.
Eldhús, spónlögð mahony innrétting með ljósum flísum á milli skápa. Nýlegur AEG ofn. Stæði er fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingunni. Á gólfi er dökkt parket.
Stofa og gangur eru með dökku parketi á gólfi. Úr stofu er hurð til suðurs út á steyptar svalir.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með dúk á gólfi og spónlögðum mahony fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri sprautulakkaðri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og opnanlegum glugga.
Þvottahús er á milli forstofu og geymslu. Þar er dúkur á gólfi, bekkur með vask og hillur.
Geymsla er innaf þvottahúsi, þar er dúkur á gólfi, hillur og opnanlegur gluggi.
Annað- Sameiginlegt geymsluloft er yfir íbúðum efri hæðar.
- Húsfélagið á og rekur sláttuvél.
- Húsið var málað að utan sumarið 2019
- Eignin er í einkasölu