Jörðin Múli II í Aðaldal í Þingeyjarsveit.Jörðin er við brekkurætur Múlaheiðar og ræktað land er að mestu frá vegi og suður upp á heiðina. Ræktað land er um 32 ha og séreignarland innan girðingar er í heildina um 70ha. Að auki fylgir jörðinni mikið sameignarland með öðrum Múlajörðum en þær eru 6 talsins. Óskipt sameignarland er í hrauninu sunnan vegar, á Þegjandadal vestan við læk og í Múlaheiði.
Íbúðarhúsið var byggt árið 1993 og er á einni hæð skráð 143,3 m² að stærð. Húsið skiptist í eldhús, búr, stofu, baðherbergi, 4 svefnherbergi, þvottahús og snyrtingu. Parket er á stofu, eldhúsi og gangi, en dúkur á herbergjum og flísar á baðherbergi. Stofan er rúmgóð og þar eru loftin tekin upp og gluggar til þriggja átta. Útgangur er á sólpall til suðurs. Ljósar innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi.
Húsið er vel staðsett á bæjarhlaðinu, stendur hátt og nokkuð austan við útihúsin - gott útsýni er frá húsinu.
Útihúsin eru byggð á árunum 1951 – 2006. Nýjasta mannvirkið er fjárhús, taðhús með fóðurgangi, sem byggt var árið 2006 skráð 307,9 m² að stærð. Eldra fjárhús er einnig á jörðinni og fjós sem byggt var árið 1963 en mjólkurframleiðslu var hætt að Múla II árið 2005. Hluta fjóss hefur verið breytt í fjárhús, og innaf fjósi er kálfahús sem byggt var árið 1992. Tveir votheysturnar standa við útihúsin en eru ekki í notkun. Eldri húsin eru í ágætu ástandi og auðvelt að taka þau til brúks að nýju.
Bústofn telur í dag um 120 kindur á vetrarfóðrum og ærgildin eru 279,4
Annað - Íbúðarhúsið er kynnt með hitaveitu.
- Ljósleiðari er tengdur.
- Smávægileg veiðihlunnindi eru úr Laxá.
- Skemmtileg jörð í fallegu umhverfi í Aðaldal.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson á skrifstofu í
[email protected] eða 8621013