Kambsmýri 2, 600 Akureyri
46.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
132 m2
46.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
40.850.000
Fasteignamat
37.000.000

Kambsmýri 2 - Vel skipulagt 4-5 herbergja einbýlishús hæð og ris - samtals 132,6 m²

Eignin skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, stofa, sjónvarpshorn, eldhús, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Efri hæð skiptist í þrjú svefnherbergi, snyrtingu og geymslurými undir súð. 

Forstofa
er með flísum á gólfi og gólfhita. Búið er að endurnýja járn og pappa á þaki og setja nýja einangrun í loft og veggi. 
Eldhús er með flísum á gólfi, ljósri snyrtilegri innrétting með nýrri bekkplötu, nýjum flísum á milli skápa og nýjum vask. Hiti er í gólfum. 
Stofa og sjónvarphorn eru með parketi á gólfi og úr sjónvarphorni er hurð út á hellulagða verönd með heitum potti. 
Baðherbergi er snyrtilegt og hefur verið uppgert. Þar eru flísar á gólfi og veggjum. Hvít innrétting, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Lítil snyrting er á efri hæð. Þar eru ljóst parket á gólfi, ljós innrétting og opnanlegur þakgluggi.  
Svefnherbergin eru þrjú, öll í risinu og öll með nýju parketi á gólfi. Fataskápar eru í tveimur herbergjum. 
Þvottahús/bakinngangur er inn af eldhúsi. Þar er lakkað gólf, hvít innrétting og hurð út á baklóð.
Geymsla er inn af þvottahúsi. Þar er lakkað gólf og lúga niður í lítinn kjallara þar sem inntökin eru. 
Geymsluskúr er lóð, vestan við húsið, er hann einangraður og búið að leggja fyrir ljósi og tengil.
Verönd er hellulögð, sunnan og vestan við húsið og þar er heitur pottur.

Annað 
- Gler og gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta
- Skólplagnir hafa verið endurnýjaðar 
- Drenlagnir hafa verið endurnýjaðar. 
- Búið er að endurnýja raflagnir, tengla og rafmagnstöflu.
- Hitaþræðir eru í þakrennum. 
- Vel staðsett eign á rólegum stað og norður brekku.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.