Tjarnarlundur 18 íbúð 303 - Björt og skemmtileg 3ja herbergja íbúð á 3ju hæð í fjölbýli á Brekkunni - stærð 82,6 m²
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, búr, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sér geymsla er á jarðhæðinni.
Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús, svart filmuð innrétting með ljósum flísum á milli skápa og hvíttað harð parket á gólfi. Inn af eldhúsi er
búr með hvíttuðu harð parketi á gólfi og hillum.
Stofa og hol eru með hvíttuðu harð parketi á gólfi. Úr stofu er hurð út á steyptar suður svalir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með hvíttuðu harð parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er stór fataskápur.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, með ljósri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og ljósri innréttingu með stæði fyrir þvottavél.
Sér geymsla er á jarðhæðinni.
Annað- Nýlegar hvítar innihurðar
- Nýlegt hvíttað harð parket á gólfum.
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Snyrtileg sameign
- Eignin getur verið laus fljótlega