Furulundur 1d - Góð 3ja herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð á vinsælum stað á Brekkunni - stærð 77,1 m²
Eigendur skoða skipti á stærri eign á BrekkunniEignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Forstofa er með flísum á gólfi og hengi.
Eldhús, dökk viðar innrétting með grárri bekkplötu, gráum flísum á milli skápa og hvíttað harð parket á gólfi. Siemens eldavél.
Stofa og eldhús eru í opnu rými. Í stofu er parket á gólfi, stór gluggi og hurð til suðurs út á steypta verönd með hita í og timbur skjólveggjum. Á veröndinni er heiturpottur/skel og nýlegur um 8 m² geymsluskúr.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er nýlegur fataskápur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljósri innréttingu, hornbaðkari, wc og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Blöndunartæki fyrir heitan pott eru í skáp undir handlaug.
Geymsla er með lökkuðu gólfi. Þar er lúga upp á loft.
Annað- Góð suður verönd með timburskjólveggjum, heitum potti og nýlegum geymsluskúr.
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla
- Búið er að endurnýja gler í stofuglugga.
- Eignin er í einkasölu