Byggðavegur 134 - Mikið endurnýjað 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum á neðri Brekkunni - stærð 212,9 m²Eignin skiptist með eftirtölum hætti,
Neðri hæð 103,6 m²: Þvottahús/bakinngangur, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, kyndikompa og geymsla.
Efri hæð 109,3 m²: Forstofa, hol, eldhús, borðstofa, sjónvarpsstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með harð parketi á gólfi og opnu hengi. Úr forstofu er gengið inn á hol með harð parketi á gólfi, þar er lúga upp loft.
Eldhús, hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa. AEG tæki. Harð parket er á gólfi. Úr eldhúsi liggur steyptur og teppalagður stigi niður á neðri hæð.
Borðstofa er með harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Úr borðstofu er gengið inn í
sjónvarpsstofu sem er einnig með harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta.
Svefnherbergin eru fjögur, öll ágætlega rúmgóð. Harð parket er á gólfum í þeim öllum og stórir fataskápar í tveimur.
Hol á neðri hæðinni er með harð parketi á gólfi og þar er arin.
Baðherbergin eru tvö, eitt á hvorri hæð. Baðherbergi á efri hæðinni hefur verði endurnýjað, þar eru flísar á gólfi og veggjum, gólfhiti, hvít innrétting, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum, handklæðaofn og hurð út á verönd þar sem er heitur pottur. Baðherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott, með flísum á gólfi og hluta veggja, wc, hvítri innréttingu, hornbaðkari með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir húsið og er gengið inn um hurð á norðurhlið hússins frá bílaplani. Þar eru flísar á gólfi og eikar innrétting.
Kyndikompa er inn af þvottahúsinu.
Geymsla er með flísum á gólfi að stærstum hluta, hillum og opnanlegum glugga.
Annað- Búið er að endurnýja glugga að stærstum hluta og settir plast gluggalistar.
- Ofnar og ofnalagnir hefur verið endurnýjað að stærstum hluta.
- Nýleg rafmagnstafla
- Lóð framan við húsið hefur verið endurgerð og afmörkuð með timburskjólvegg.
- Stór timburverönd er á baklóðinni með heitum potti, skel. Hitavír er í vatnslögninni sem liggur út í pott. Rafmagnstenglar og ljós eru á veröndinni.
- Geymsla er undir hluta af veröndinni
- Drenað verð með öllum hliðum hússins og frárennsli endurnýjað frá húsi kringum 2000.
- Húsið var múrviðgert og málað árið 2015.
- Steypt loftaplata.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Bílaplani var jarðvegsskipti árið 2017 og lagt nýtt kaldavatnsinntak.