Aðalstræti 64 , 600 Akureyri
53.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
153 m2
53.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
55.000.000
Fasteignamat
60.000.000

Aðalstræti 64 - 4-5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum í Innbænum á Akureyri. Eignin er skráð 153,0 m² að stærð og með byggingarár 2007.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,

Neðri hæð, 97,1 m²:  Forstofa, eldhús, stofa, gangur, svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð, 55,9 m²:  Hol, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Hiti er í gólfum á neðri hæð og ofnar á efri hæð.

Forstofa er með flísum á gólfi, hengi og skóskáp.
Eldhús er með ljósri innréttingu og ljósu plast parketi á gólfi.
Stofa og eldhús eru í opnu rými með ljósu plast parketi á gólfi. Hurð er út stofu til vesturs á timbur verönd.
Baðherbergi á neðri hæð er með flísum á gólfi, dökkri innréttingu, upphengdu wc og baðkari.
Baðherbergi á efri hæð er með dúk á gólfi, ljósri innréttingu, wc og sturtuklefa.
Svefnherbergin eru þrjú, eitt á neðri hæð með fataherbergi inn af. Þar er ljóst plast parket á gólfi. Eftir er að sparsla einn vegg í herberginu. Svefnherbergin á efri hæð eru bæði mjög rúmgóð og með ljósu plast parketi á gólfi.
Hol á efri hæð er mjög rúmgott. Þar er gluggar til tveggja átta og ljóst plast parket á gólfi.
Þvottahús er inn af baðherbergi á neðri hæð. Þar eru flísar á gólfi, lítil innrétting, hillur og hurð út á verönd.

Lóðin er 97,91 % eignarlóð og 2,09 % leigulóð.  

Ábending frá seljanda:
Seljandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.