Rimasíða 23c , 603 Akureyri
37.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
100 m2
37.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
38.750.000
Fasteignamat
34.800.000

Rimasíða 23c - Björt og opin 3ja herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð á vinsælum stað í Síðuhverfi - stærð íbúðar 89,2 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Þá fylgir eigninni geymsluskúr á baklóð.

Forstofa: Flísar á gólfi og opið hengi. 
Eldhús: Nýleg hvít sprautulökkuð innrétting með innbyggðum ísskáp, dökkar mosaík flísar milli skápa. Á gólfi er grátt plast parket. Opið er á milli eldhúss og stofu.
Stofa er björt og opin, grátt plast parket á gólfi og hurð til vesturs út á timbur verönd, þar er rafmagnspottur.
Svefnherbergin eru tvö, hjónaherbergi er nokkuð rúmgott með góðum fataskáp og gráleitu plast parketi. Barnaherbergi er með ljósu harð parketi. 
Baðherbergi:  Flísar á gólfi og veggjum, ljós innrétting, upphengt wc og baðkar með sturtutækjum og glervæng.
Þvottahús: Flísar á gólfi, ljós innrétting með bekkplötu og vask. Lúga upp á geymsluloft sem er yfir stórum hluta íbúðar.

Annað
-
Rafmagnspottur fylgir með við sölu eignar.
- Geymsluskúr á lóð.
- Hitaþráður í þakrennum.
- Ljósleiðari kominn inn. 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.