Lindasíða 2 íbúð 701 , 603 Akureyri
32.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
67 m2
32.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1992
Brunabótamat
27.150.000
Fasteignamat
27.100.000

Lindasíða 2 íbúð 701 - Björt og skemmtileg 2ja herbergja íbúð á 7 hæð (efstu) með suður svölum í fjölbýli fyrir 60 ára og eldri - stærð 67,9 m².
Lyfta er í húsinu.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, sólstofu, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.

Forstofa: Komið er inn á gang með góðum hvítum skáp og parketi á gólfi.
Eldhús: Hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa og parketi á gólfi. Úr eldhúsi er gengið út í flísalagða sólstofu og þaðan út á steyptar suður svalir. 
Stofa er björt og opin og með parketi á gólfi.
Svefnherbergi er með stórum hvítum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með slitsterku efni á gólfi og flísum á hluta veggja. Ljós sprautulökkuð innrétting og sturta. Tengi fyrir þvottavél er á baðherberginu.
Geymsla er með lökkuðu gólfi og hillum.

Annað
- Öll sameign er mjög snyrtileg.
- Mjög gott útsýni er úr íbúðinni.
- Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning
- Eignin er í einkasölu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.