Láfsgerði 1, 641 Húsavík
48.800.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
101 m2
48.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
48.100.000
Fasteignamat
27.900.000

Láfsgerði 1 - Tvö góð sumarhús á 4242 m² eignarlóð rétt við Laugar í Þingeyjarsveit - Heildarstærð 101,4 m²

Annað húsið er timburhús, með skráð byggingarár 2004 en var stærstum hluta endurnýjað á árunum 2010-12.
Skiptist það í forstofu, baðherbergi, svefnherbergi og eldhús og stofu í opnu rými. Steyptar kjallari eru undir því að hluta og þar er herbergi með snyrtingu.
Hiti er í öllum gólfum í húsin og flísar. 
Forstofa er rúmgóð, með flísum á gólfi og panel í lofti. 
Eldhús og stofa eru í opnu rými, með flísum á gólfi, stórum glugga til austurs og hurð út á timbur verönd. Hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa og stæði fyrir 45 cm uppþvottavél. Loft eru tekin upp og klædd með panel.
Svefnherbergi er með flísum á gólfi og gluggum til tveggja átta. 
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, með hvítri innréttingu, wc, sturtuklefa, handklæðaofni og opnanlegum glugga. 
Steyptur kjallari er undir húsinu og þar er herbergi með flísum á gólfi og þar er einnig gólfhiti. Til hliðar úr herberginu er gangur með snyrtingu og tengi fyrir þvottavél. 

Um 90 - 100 m² timbur verönd með með húsinu, með timbur skjólveggjum og heitum potti, skel. 
Geymsluskúr áfastur við veröndina, um 8 m² að stærð. Þar eru veggir og loft einangrað.


Hitt húsið var flutt á staðinn árið 2017 og skipt upp í tvær einingar, studíó-íbúð og 3ja herbergja íbúð.
Nýtt harð parket er á alrýmum og hvítar innréttingar í eldhúsum. Baðherbergi eru með dúk á gólfi, innréttingum, wc, handklæðaofnum og sturtuklefum. 
Húsið stendur á þjöppuðum grunni og steyptum stöplum.
Góð timbur verönd er með þremur hliðum hússins. 


Annað
Láfsgerði er í Þingeyjarsveit, Reykjadal, um 3 km norðan við Laugar og nærri gatnamótunum þar sem vegir liggja til Akureyrar, Húsavíkur og Austurlands. Í Reykjadal er góð þjónusta, s.s. verslun, banki, veitingastaður, skóli, sundlaug og íþróttaaðstaða.
- Hitaveita er á svæðinu.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Varmaskiptir er á hitakerfi húsanna.
- Möguleiki er að skipta lóðinni upp og byggja meira á svæðinu.
- Húsin hafa verðið í útleigu síðustu ár og fengið góða einkunn.
- Hér er um að ræða skemmtilegt fjárfestingartækifæri fyrir áhugasama aðila

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.