Aðalgata 3, 580 Siglufjörður
30.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
187 m2
30.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1907
Brunabótamat
47.900.000
Fasteignamat
20.800.000

Aðalgata 3 Siglufirði - 5-6 herbergja timbur einbýlishús á tveimur hæðum - stærð 187,6 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð, 93,8 m²:
Forstofa, gangur, þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og tvær geymslur.
Efri hæð, 93,8 m²: Eldhús, gangur, tvær stofur og tvö svefnherbergi. 

Forstofa og gangur eru með flísum á gólfi. 
Eldhús er með kork á gólfi og tvílitri innréttingu, hvít og beyki með flísum á milli skápa. Góður borðkrókur. 
Stofurnar eru tvær og er opið á milli þeirra. Ljóst teppi á gólfi og gluggar til tveggja átta. 
Gangur á efri hæðinni er með hvíttuðu plast parketi á gólfi og hurð til suðurs út á timbur svalir. Fellistigi er í loftinu upp á geymsluloft.
Svefnherbergin eru fjögur, tvö á hvorri hæð. Á neðri hæðinni eru tvö rúmgóð herbergi, bæði með flísum á gólfi, gólfhiti er í öðru þeirra. Á efri hæðinni er hjónaherbergi með dúk á gólfi og stórum fataskáp og barnaherbergi með hvíttuðu plast parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og þiljum á hluta veggja, ljósri innréttingu, wc, stórri sturtu og opnanlegum glugga. 
Snyrting er á efri hæðinni, með flísum á gólfi, wc, handlaug og efriskápum. 
Þvottahús er á milli forstofu og baðherbergis, þar er lakkað gólf, vaskur, hengi og opnanlegur gluggi. 
Tvær geymslur eru á neðrihæðinni, önnur með lökkuðu gólfi og eldri innréttingu en hin er rýmri, með lökkuðu gólfi, hillum og innkeyrsluhurð með rafdrifnum opnara. 

Annað
- Húsið er timburhús sem búið er að einangra og klæða að utan.
- Búið er að endurnýja marga glugga og mikið af gleri.
- Búið er að endurnýja þakjárn 
- Eignin er í einkasölu


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.