Hafnarstræti 23b íbúð 201 , 600 Akureyri
30.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
5 herb.
165 m2
30.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1926
Brunabótamat
50.300.000
Fasteignamat
36.200.000

Hafnarstræti 23b íbúð 201 - 5 herbergja hæð í tvíbýlishúsi í Innbænum á Akureyri - stærð 165,6 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning


Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð 62,4 m²:
Forstofa, gangur, tvö svefnherbergi, rými með sauna og heitum potti og þvottahús.
Efri hæð 103,2 m²: Gangur, eldhús, stofa, baðherbergi, geymsla og þrjú svefnherbergi þar af eitt með fataherbergi innaf.

Forstofa og gangur á neðri hæðinni eru með plast parketi á gólfi. 
Eldhús, hvít sprautulökkuð innrétting með grá máluðum flísum á milli skápa. Flísar og plast parket er á gólfi. Úr borðkróknum er hurð út á hellulagða verönd.
Stofa er ágætlega rúmgóð, með plast parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Arin er í stofunni. 
Svefnherbergin eru fjögur, tvö á hvorri hæð. Þrjú barnaherbergi, öll með plast parketi á gólfi og tvö með opnu hengi. Á efri hæð er rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi innaf, Hvítir skápar og plast parket gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, hvít sprautulökkuð innrétting, wc, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi. 
Spa-herbergi er á neðri hæðinni, með heitum potti og sauna.
Þvottahús er með flísum á gólfi, hillum og skápum og hurð út. Rakamerki eru í útvegg.
Lítil geymsla er á efri hæðinni með plast parketi á gólfi og hillum.

Annað
- Hellulögð verönd er með allri vesturhlið hússins. Brekka vestan við húsið er hlaðin sprengigrjóti.
- Timburgólf er á milli hæða
- Endurnýja þarf parket á stofu, gangi og herbergjum.
- Innréttingar þarfnast viðhalds.
- Heitur pottur er ónýtur.
- Þakskyggni þarfnast viðhalds.
- Pappi á þaki hússins þarfnast endurnýjunar.
- Endurnýja þarf rennur og stamma.
- Endurnýja þarf glugga og gler að hluta.
- Kominn er tími á múrviðgerðir og málningu að utan.

Ábending frá seljanda:
Seljandi mælir sérstaklega með því að eignin sé skoðuð með fagmönnum. Ekki er vitað um ástand heimilistækja og sauna.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.