Hvanneyrarbraut 44 neðri hæð , 580 Siglufjörður
19.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
99 m2
19.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
30.050.000
Fasteignamat
13.950.000

Hvanneyrarbraut 44 - Mikið endurnýjuð 4ra herbergja neðri hæð með sér inngangi í tvíbýlishúsi á Siglufirði - stærð 99,4 m²
Skemmtilegt sjávar- og fjallaútsýni er úr íbúðinni. 
Eigendur skoða skipti á stærri eign á Siglufirði


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, snyrtingu, sturtuherbergi og sameiginlegt þvottahús.

Forstofa er með lökkuðu gólfi. Úr forstofu er gengið inn á hol með ljósu plast parketi á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Opið hengi er á holinu. 
Eldhús var endurnýjað árið 2019, þar flotað gólfi, gólfhiti og vönduð innrétting með flísum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél eru innrfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Innfelld lýsing er í lofti. 
Stofa er með ljósu plast parketi á gólfi. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll ágætlega rúmgóð og með ljósu plast parketi á gólfi. Fataskápar eru í tveimur herbergjum. 
Snyrting er með lökkuðu flísum á gólfi, dökkri innrétting og wc.
Sturtuherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, dökkri innréttingu með handlaug, innfelldri lýsingu í lofti og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er í sameign með efri hæðinni, þar er lakkað gólf, efri skápa og opnanlegur gluggi. 

Annað
- Fyrir framan forstofu er timbur verönd.
- Búið er að endurnýja neysluvatns- og frárennslislagnir.
- Búið er að endurnýja ofna og ofnalagnir að hluta
- Ný rafmagnstafla 2020 og búið er að endurnýja tengla.
- Búið er að endurnýja alla glugga nema 2 í íbúðinni.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Húsið hefur verið einangrað og klætt að utan og þak hefur verið endurnýjað.
- Eignin er í einkasölu

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.